Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að beint lýðræði - 81 svör fundust
Niðurstöður

Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá?

Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild að sambandinu stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (e. Instrument for Pre-accession Assistance eða fjármögnunarleið við foraðildarstuðning). IPA-áætluninni var komið á fót til að styðja við umsóknarríki bæði í formi fjárhagsstuðnings og í gegnum tvíhliða sam...

Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB?

Í stuttu máli er svarið já. Í tvö þeirra fjögurra skipta sem Noregur hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu var aðildarviðræðum lokið með undirritun aðildarsamnings. Fullmótaður aðildarsamningur var lagður í þjóðaratkvæði árin 1972 og 1994 og í báðum tilvikum var honum hafnað. Úrslit kosninganna hafa einkum ver...

Yrði ódýrara að fljúga til útlanda ef Ísland gengi í ESB?

Nei, samkvæmt því sem Evrópuvefurinn kemst næst þá mundi aðild Íslands að Evrópusambandinu væntanlega hafa lítil sem engin áhrif á verðlag flugfargjalda til útlanda. Helstu breytingar sem fylgt gætu aðild yrðu á sviði loftferðasamninga en Ísland fengi sjálfkrafa aðild að þeim samningum sem framkvæmdastjórn ESB hef...

Af hverju tóku Bretar ekki þátt í að stofna til Evrópusamstarfsins á árunum 1950-1960?

Evrópusamstarfið hófst með stofnun Kola- og stálbandalagsins árið 1952 og gildistöku Rómarsáttmálanna árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland stóðu að þessu samstarfi sem leiddi síðar til Evrópusambandsins. Bretar áttu sitthvað sameiginlegt með þessum ríkjum á þes...

Hvað er iðnaðarsalt og má nota það í matvæli á Íslandi eða í öðrum Evrópulöndum?

Gerður er greinarmunur á salti sem er framleitt til iðnaðarnota og salti sem ætlað er til manneldis. Salt sem framleitt er til matvælaframleiðslu er undir meira eftirliti og eru gerðar strangari kröfur til meðhöndlunar og geymslu þess. Hin almenna matvælalöggjöf Evrópusambandsins hefur verið innleidd á Íslandi. Þv...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Hvaða hugmyndir höfðu menn um Evrópuhugsjónina á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og á millistríðsárunum?

Auk þessa svars er fjallað um Evrópuhugsjónina í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund: Hver er Evrópuhugsjónin og hvaða hugmyndir höfðu menn fyrr á öldum um hana? Hvaða hugmyndir hafa menn haft um Evrópuhugsjónina og Evrópusamruna frá síðari heimsstyrjöld og til okkar daga? Sú skoðun varð útbreidd á síðari...

Í Morgunblaðinu birtist nýlega frétt um að Evrópusambandið hefði bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun. Er þetta rétt?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er frétt Morgunblaðsins að mestu rétt. Á hinn bóginn er ekki alveg rétt farið með efni hennar í spurningunni hér að ofan. Þannig hafa engar fréttir verið sagðar af því að Evrópusambandið hafi bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun heldur hafi bresk s...

Eru Króatar fylgjandi þjóðernishreinsunum undir vissum kringumstæðum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru vísbendingar um að almenningur í Króatíu telji þjóðernishreinsanir nauðsynlegar undir vissum kringumstæðum, sbr. viðbrögð þegar Gótóvína hershöfðingja var sleppt úr fangelsi alþjóðastríðsglæpadómstólsins? Orðið þjóðernishreinsanir er siðferðislegt hugtak en ekki lagaleg...

Hver eru markmið Íslands á sviði sjávarútvegsmála í aðildarviðræðum við ESB?

Sem stendur er unnið að mótun samningsmarkmiða í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB. Helstu áherslur snúa að fullu forræði Íslendinga í stýringu veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, þar sem byggt verði á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; óbreyttu framlagi sjávarútveg...

Hvernig hefur íslenskur landbúnaður þróast á síðustu áratugum í samanburði við landbúnað í ESB?

Þróun landbúnaðar í ESB má lýsa í símskeytastíl sem hér segir: Mikil framleiðsluaukning eftir 1945 – verðlækkun – niðurgreiðslur – beingreiðslur til bænda – offramleiðsla – kvóti – stækkun og fækkun búa – sívaxandi útgjöld til kerfisins – styrkir til stórbænda – síðar dregið úr þeim – vitund um ómarkvisst og óskil...

Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?

Vextir innan Evrópusambandsins eru mjög mismunandi, sérstaklega ef horft er bæði á vexti til neytenda og fyrirtækja. Þar hefur ekki aðeins áhrif hvort viðkomandi land notist við evruna eða ekki heldur einnig hversu þróað bankakerfið er í viðkomandi landi. *** Þegar vextir eru bornir saman milli aðildarríkja...

Er til EES-reglugerð um hámarksvatnsmagn í beikoni?

Nei, það er ekki til EES-reglugerð um hámarksvatnsmagn í beikoni. Það er á hinn bóginn til íslensk reglugerð sem segir til um hversu miklu vatni er leyfilegt að bæta í kjötvörur án þess að þess þurfi að geta sérstaklega í nafni vörunnar að hún sé vatnsbætt. Reglugerð með svipuðu ákvæði var samþykkt í Evrópusamband...

Hversu mörg aðildarríki ESB hafa fengið neyðarlán frá sambandinu?

Undanfarin fimm ár hafa fimm aðildarríki Evrópusambandsins þurft að fá neyðarlán vegna efnahagsörðugleika. Þetta eru Grikkland, Írland, Portúgal, Spánn og Kýpur. Byrðar þessara lána hafa lagst misþungt á ESB-ríkin eftir íbúafjölda, landsframleiðslu og hvort þau eigi aðild að evrusamstarfinu. Evruríkin standa undir...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

  • Síða nr. 1 2 3 4 5

Leita aftur: